Íslandsmótið í F3F 2024

Описание к видео Íslandsmótið í F3F 2024

Fínustu aðstæður voru, 11-13 m/s og góður blástur í Kára, eftir uppsetningu á hliðum og frekari undirbúning þá fór að hrúgast ískyggilega mikið af skýjum upp við Reykjanesfjallgarðinn og viti menn rétt fyrir kl. 13 byrjaði að rigna. Sjaldséðir hvítir hrafnar sáust líka á svæðinu en Eysteinn leit við og stytti okkur stundir í rigningunni ásamt Bibbu býflugu. Það gekk svo á með smá hléum alveg til að verða klukkan 16 en þá var loksins farið að glitta í bláan himinn.

Við drifum okkur því út á brún og fórum að gera okkur tilbúna í loftið þegar nokkrir dropar birtust til að stríða okkur en þeir fóru þó eftir nokkrar mínútur og hófst þá þurrkakafli mikill sem nýttur var til að keyra á Íslandsmótið. Þar sem við vorum frekar fáir á staðnum, flugmenn + einn aðstoðarmaður, þá ákváðum við að fljúga 3 umferðir í einu svo mótið gengi hraðar fyrir sig.

Gekk mótið að mestu áfallalaust fyrir sig þó Böðvar hafi lent í brekkunni í fimmtu umferð og Jón missti allt samband við sína í 4 umferð þó lúpínan hafi bjargað henni frá skemmdum þá þurfti að tengja allta rafkerfið upp á nýtt og kom Jón svo aftur til leiks í 7 umferð. Níundu umferðinni lauk svo rétt rúmlega sex og var ákveðið að láta það gott heita.

Allt í allt voru flognar 9 umferðir og þeirri lökustu hent út þannig að 8 umferðir töldu til stiga. Hraðasta fyrsta legg átti Böðvar en hann var 2,12 sekúndur í sjöunduumferð en besta tímann átti Sverrir á 46,02 sekúndum í áttundu umferð.

Aðstoðarmaðurinn Hannes fær kærar þakkir fyrir aðstoðina frá keppendum og mótsstjórn en hann mannaði A hliðið fyrir okkur allt mótið.

Úrslit urðu sem hér segir, takið eftir meðalvindhraða hverrar umferðar, áhugasamir geta skoðað nánari greiningu á http://www.f3xvault.com/?action=event...

Комментарии

Информация по комментариям в разработке