Erindi um kynjajafnrétti í Evrópu í Norræna húsinu

Описание к видео Erindi um kynjajafnrétti í Evrópu í Norræna húsinu

Agnes Hubert, ráðgjafi á skrifstofu stefnumótunarráðgjafa í Evrópumálum, flutti erindi um hvernig kynjajafnrétti hefur stuðlað að samruna í Evrópu á opnum fundi í Norræna húsinu föstudaginn 21. júní 2013. Evrópustofa og Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands stóðu að fundinum.

Hubert hefur starfað lengi hjá framkvæmdastjórn ESB og er sérfræðingur hjá BEPA, Bureau of Economic Policy Advisors. Hún hefur skrifað fjölmargar greinar og tvær bækur, þróað og kennt námskeið um ESB og kyngervi við Fletcher School of Law & Diplomacy (Tufts University) og við Center for Political and Constitutional Studies í Madrid á Spáni. Þá hefur hún rannsakað samverkandi og styrkjandi áhrif kynjajafnréttis og Evrópusamrunans hvort á annað.

Комментарии

Информация по комментариям в разработке