Símamótið 2016 - Viðtalsþáttur

Описание к видео Símamótið 2016 - Viðtalsþáttur

Þessi þáttur samanstendur af stuttum viðtölum við keppendur Símamótsins sem tekin voru 14. - 17. júlí.

Viðtölin eru birt í stafrófsröð á íþróttafélög, en þar koma fram iðkendur úr eftirtöldum félögum:

Afturelding, Breiðablik, KA/Dalvík, FH, Fjarðabyggð, Fjölnir, Fram, Fylkir, Grindavík, Grótta, Hamar/Ægir, Haukar, HK, Höttur, ÍA, ÍBV, ÍR, KA, KR, Leiknir, RKV, Selfoss, Sindri, Skallagrímur, Stjarnan, Valur, Vestri, Víkingur, Þór, Þróttur.

Símamótið er stærst knattspyrnumót yngri flokka á Íslandi og er það haldið fyrir stúlkur í 5. - 7. flokki á íþróttasvæði Breiðabliks við Dalsmára í Kópavogi í júlí ár hvert.

Fótbolti eða knattspyrna er vinsælasta íþrótt á Íslandi og hefur knattspyrna kvenna verðið mikilli sókn síðustu ár, þökk sé öflugu uppbyggingarstarfi víða um land.

Þessi þáttur er tileinkaður öllum knattspyrnukonum á Íslandi, jafnt núverandi sem fyrrverandi, en við gerð þáttarins naut BlikarTV aðstoðar frá tveimur landsliðskonum sem spila með Breiðabliki og eru auðvitað fótboltastelpur rétt eins og hinar.

Комментарии

Информация по комментариям в разработке