Jói Pé og Króli - Rabbabari

Описание к видео Jói Pé og Króli - Rabbabari

Rapptvíeykið JóiPé og Króli spjalla við Atla Má Steinarsson um framtíðina og löngunina til að gera eitthvað nýtt í þessum þætti Rabbabara.
JóiPé og Króli urðu frægir á einni nóttu þegar þeir gáfu út risasmellinn B.O.B.A á síðasta ári. Fyrir það höfðu þeir gefið út plötuna Ananas, á eftir B.O.B.A gáfu þeir út plötuna Gerviglingur og fyrr á þessu ári kom þriðja platan, Afsakið hlé út.

Þrátt fyrir að vera mikið saman segjast strákarnir ekki fá leið á hvor öðrum. „Við finnum okkur leiðir til að gera þetta skemmtilegt,“ og taka sem dæmi þegar þeir kusu frekar að sofa þrír saman í tvíbreiðu rúmi heldur en að gista allir í sitthvoru herberginu.

Strákana langar að halda áfram að uppgötva nýja hljóðheima og fara út fyrir boxin. „Það er ótrúlegt að maður geti lifað á því að vera tónlistarmaður hérna heima, við gætum haldið áfram að nota sömu uppskriftina af lögum sem hafa orðið vinsæl frá okkur, en okkur langar það ekki. Okkur langar að gera eitthvað nýtt.“

Rabbabari er kvikmynduð útgáfa af útvarpsþáttunum vinsælu í stjórn Atla Más Steinarssonar. Við kynnumst ferskasta fólkinu í íslensku rappsenunni og sjáum á þeim óvæntar hliðar - stundum djúpar, stundum fyndnar, en alltaf sannar.

Комментарии

Информация по комментариям в разработке