Atli Heimir Sveinsson: Kvæðið um fuglana (Snert hörpu mína)

Описание к видео Atli Heimir Sveinsson: Kvæðið um fuglana (Snert hörpu mína)

Atli Heimir Sveinsson: Kvæðið um fuglana (Snert hörpu mína)

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Daníel Bjarnason hljómsveitarstjóri
Skólakór Kársness, Gradualekór Langholtskirkju og félagar úr Graduale Nobili.
Hrafnkell Orri Egilsson og Marteinn H. Friðriksson útsetning

Atli Heimir Sveinsson (1938-2019) var eitt virtasta og afkastamesta tónskálds Íslands og vann náið með Sinfóníuhljómsveit Íslands frá því að hann stjórnaði henni fyrst árið 1967, þá tæplega þrítugur að aldri. Samtals hefur hljómsveitin leikið 22 hljómsveitarverk Atla Heimis síðan 1967, mörg þeirra oftar en einu sinni, hljóðritað þau til útgáfu og flutt á tónleikaferðum sínum erlendis. Atli Heimir var staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands á árunum 2004–2007.

Kvæðið um fuglana

Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.

Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.

Ljóð: Davíð Stefánsson


Frá tónleikum í Hörpu Reykjavík, 31. ágúst 2018.
RÚV, © Sinfóníuhljómsveit Íslands

Комментарии

Информация по комментариям в разработке