Husavik - My Hometown in icelandic (lyrics/lyrics video) - Húsavík á íslensku (með texta)

Описание к видео Husavik - My Hometown in icelandic (lyrics/lyrics video) - Húsavík á íslensku (með texta)

Húsavík - My Hometown með íslenskum texta

Íslenskur texti / Icelandic lyrics (translation): Signý Gunnarsdóttir
Flutningur /Performance: Eva Hrönn Guðnadóttir og Örnólfur Örnólfsson í Kókos

Texti / Lyrics
Húsavík

Ég stend alein
með heiminn mér að fótum
sem er öðrum ætlaður.
Hef reynt og aftur reynt
að gefa þér mitt hjarta,
segja satt, ekki látast neitt.

Þurfti aðeins að komast burt
til að skilja að ég vil vera um kjurt.

Þar er fjallasöngur og mávagargið
og hvalir stökkva við sjávarbjargið
í heimabæ, mínum heimabæ.
Hélt það væri ljóst, hvað þarf ég að gera?
Var alltaf ást sem við létum vera?
Allt sem þarf er ég og þú, að ...

vera með þér, með þér
á Húsavík við Skjálfanda.
Já, heimabærinn minn.

Heiminn þráir þú.
Fyrirsagnir, slúður, drama.
Þú vilt frægð og þú vilt frama.
Og ég fylgdi þér
en ég veit nú hvað ég þrái
og finn að þú vilt fylgja mér.

Þar er fjallasöngur og mávagargið
og hvalir stökkva við sjávarbjargið
í heimabæ, mínum heimabæ.
Þar sem norðurljós lýsa dimmar nætur
og töfrar gerast við heimarætur.

Eina sem ég þrái er, að vera
með þér, með þér á Húsavík við Skjálfanda.Minn heimabær

Комментарии

Информация по комментариям в разработке