Lýðræðið í bergmálshellinum

Описание к видео Lýðræðið í bergmálshellinum

Árið 2008 kynnti Facebook app til sögunnar fyrir snjallsíma og fjármálakerfið brotlenti. Þessir óskyldu stóratburðir hafa hvor á sinn hátt lagst á eitt um að dýpka þá lýðræðiskrísu sem nú ríkir. Internetið vakti væntingar almennings um aukið samráð, beinna lýðræði og gagnsæi. Stafrænu tækninni hafa fylgt ótrúlegar framfarir á flestum sviðum og möguleikarnir virðast nær ótakmarkaðir með aukinni sjálfvirkni og gervigreind. Á sama tíma er eins og fjármálakreppan hafi í augum margra svipt hulunni af ráðaleysi og spillingu stjórnmálanna og efnahagslegum ójöfnuði, með tilheyrandi vantrausti í garð hefðbundinna stjórnmála.

Netið hefur gerbreytt því hvernig (og jafnvel hvaða) samskipti við eigum, hvernig við vinnum, sækjum okkur afþreyingu og fréttir af stjórnmálum og atburðum líðandi stundar. Allt meira og minna „ókeypis“ í hefðbundnum skilningi. Gjaldið er í formi athygli og persónuupplýsinga sem eru hagnýttar til að hafa áhrif á hegðun okkar og skoðanir, hvað við kaupum og hverja við kjósum. Félagsmiðlar þrífast á hneykslun, upphrópunum og æsingi – sífellt færri virðast sjá þá sem vettvang uppbyggilegra samskipta.

Í málstofunni verður spurt hvaða hætta einstaklingsfrelsinu og lýðræðinu stafar af þessari þróun. Geta núverandi lýðræðiskerfi tekist á við þær áskoranir sem munu fylgja samfélagsbreytingum í kjölfar aukinnar sjálfvirkni- og gervigreindarvæðingar og stöðugt ríkari hlutdeildar markaðsaflanna í að stýra okkur?

Комментарии

Информация по комментариям в разработке