Staða íslenskunnar í stafrænu sambýli við ensku

Описание к видео Staða íslenskunnar í stafrænu sambýli við ensku

Í málstofunni verður gefið yfirlit yfir öndvegisverkefnið Greining á málfræðilegum afleiðingum stafræns málsambýlis sem stóð yfir frá 2016-2019 (verkefnisstjórar: Sigríður Sigurjónsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson). Meginmarkmið verkefnisins var að greina stöðu íslenskunnar á tímum mikilla enskra áhrifa í gegnum stafræna miðla og snjalltæki. Í málstofunni verður gerð grein fyrir forsendum verkefnisins, rannsóknarspurningum og rannsóknaraðferðum. Gefið verður yfirlit yfir helstu niðurstöður meistararitgerða sem skrifaðar voru innan verkefnisins og fjallað lauslega um nokkrar meginniðurstöður sem þegar liggja fyrir – um íslenskt málumhverfi, snjalltækja- og netnotkun barna og unglinga, viðhorf málnotenda til íslensku og ensku o.fl. Mikilvægt er að hafa í huga að í verkefninu var safnað miklu magni gagna og þótt verkefninu sé formlega lokið er enn mikið starf eftir við að vinna úr gögnunum.

Комментарии

Информация по комментариям в разработке